Um okkur
Við erum tvær hundadellu vinkonur á bakvið SO POSH á Íslandi.
Líf okkar snýst mikið um litlu loðnu börnin okkar og er þetta okkar áhugamál nr 1,2 og 10!
Sunna eignaðist sinn fyrsta hund af tegundinni Íslenskur fjárhundur þegar hún var 7 ára gömul og hefur ekki misst af hundasýningu á vegum HRFÍ síðan árið 98’. Hún tók þátt sem ungur sýnandi og hefur í gegnum tíðina verið að sýna hunda fyrir sig og aðra ,allt frá Chihuahua til Írsks Úlfhunds. Hún byrjaði að rækta Íslenska fjárhunda árið 2008. Árið 2011 eignaðist hún svo Afghan hound tík þegar hún var að vinna við hundasnyrtingar.
Fékk diploma í hundaþjálfun 2015.
Árið 2020 flutti hún inn Japanska Spitz hunda.
Hún sýnir og ræktar Japanska Spitz og Íslenska fjárhunda í dag.
Mekkín eignast sinn fyrsta hund 2010 sem var af tegundinni Australian Shepherd og ræktaði sitt fyrsta got 2015.
2011 fellur hún fyrir Dandie Dinmont Terrier og flytur inn fyrsta hund sinnar tegundar á Íslandi árið 2013 og hefur sýnt og ræktað Dandie síðan sem hún gerir enn í dag.
Mekkín hefur einnig tekið þátt í veiðiprófum með Strýhærða Vorsteh hunda með góðum árangri.
Hún situr í stjórn Terrierdeildar HRFÍ og hefur einnig mikla reynslu í fyrirtækjarekstri.
Við erum yfir okkur spenntar að geta bætt enn frekar við hundasnyrtivörumarkaðinn á Íslandi með framúrskarandi vörum frá SO POSH!
Bestu kveðjur Mekkín & Sunna.
Stay Posh!!